Saturday, February 7, 2009


Sæl.
Langt síðan að ég skrifaði síðast, eða setti inn myndir. Var búin að sjá fyrir mér að ég myndi setja oftar myndir inn hér því það væri svo auðvelt, einmitt.
En jæja, jæja....
Við Ólíver Dór kíktum á bráðavaktina í gærkvöldi. Það var hasarleikur í gangi inn í herbergi hjá systkinabörnunum og Ólíver Dór var upp á skiptiborðinu hennar Írenu Dúu. Fyrir þá sem ekki vita þá er það borð laust ofan á rimlarúminu og Ólíver Dór vel meðvitaður um að þessi staður er ekki leyfilegur í leikjum. Nema að hann er að vesenast uppá og skiptiborðið fellur undan honum og hann lendir með ennið á bríkinni á rúminu. Greyið, það varð hávaðagrátur, blóðið lak niður andlitið á honum og út um allt. Ég gat ekki annað en brunað beint með hann á bráðavaktina og eftir klst. bið þá var búið að sauma hann og við gátum farið heim.
Svona eftir á þá er kannski hægt að brosa að því hvað hann hélt að myndi ské; hann var þess fullviss um að hann myndi hreinlega deyja (þetta var svo sárt), og tónninn þegar hann spurði mig hvort hann væri að deyja var hreint ólýsandi!
En allt gekk þetta vel, hann fékk 5 spor og þegar við komum heim voru matargestirnir nýfarnir og stelpurnar að fara í háttinn.
Emma Dís fór í sundtíma í dag. Læt eina mynd fylgja með af henni að stinga sér. Við vorum svo heppnar að hafa Hrafnhildi systur sem gat komið með og tekið myndir.
Annars er það að frétta að Írena Dúa er búin að labba meira í dag en skríða, þ.e. hún labbar sjálfviljug án þess að ég hvetji eða segi henni að gera það. Fínasta afmælisgjöf það:)
Bið að heilsa, Elísabet