<body>

Tatty Bear
Friday, February 13, 2009







Sæl öll.

Berglindi systur fannst síðan eitthvað litlaus og fékk því að breyta henni. Takk fyrir það, Berglind. Alla þessa viku hefur einhver verið veikur á þessu heimili, hita og ælupest. Fyrst ældi Írena, svo varð Örvar veikur, þá ældi Írena aftur og Emma varð slöpp, en Örvari batnaði aðeins. Ég og Ólíver Dór erum búin að vera hress en svo veit maður ekki. Ég er búin að fá mig fullsadda af veikindum í bili!!

Við fórum í keilu um síðustu helgi þegar Hrafnhildur var hjá okkur. Þ.e. allir nema Örvar og Írena, þau voru á meistaramóti í staðinn. Set inn nokkrar myndir frá keilunni:)
Verð að segja að eins fyndið og það var, þá vann Emma Dís bæði Hrafnhildi og Ólíver Dór (reyndar með smá hjálp).

Írena Dúa er orðin þessi líka göngugarpur. Gengur um allt, það sem henni finnst flottast er að fá bakpoka og svo gengur hún fram og tilbaka:) Heilsar alltaf þegar hún kemur í sama herbergi og ég er í, kveður þegar hún fer (sem er u.þ.b. 3 sek seinna).

Kv. Elísabet




3:31 PM








Velkomin
Gríslingarnir á Laugateig


Við erum:

Ólíver Dór er elsti gríslingurinn. Hann 6 ára og er í 1. bekk í Laugarnesskóla. Hann fer í Laugasel eftir skóla og stundar fimleika af kappi.

Emma Dís er miðju gríslingurinn og prinsessa heimilisins. Hún 3ja ára og er á bláu deildinni á Leikskólanum Hofi. Hún elskar að klæða sig í búninga og æfir sund.

Írena Dúa er nýjasti gríslingurinn. Hún er næstum því 1 og 1/2 árs og eyðir dögunum mest með mömmu sinni. Hún æfir sig mest í að labba þessa dagana og stundar það að bræða hjörtu allra sem hana hitta.



Mamman
My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland


Eldra dót


Vinir okkar
Valdís Anna
Berglind frænka


Fleiri myndir af okkur
myndasíðan hennar mömmu


Takk fyrir okkur
Hönnuður: xiia0hartts
Komment: js-kit.com
blogger.com