Monday, January 26, 2009
Sæl öll sömul.
Ég bara varð að sýna ykkur þessa. Írena Dúa er að stíga fyrstu skrefin sín þessa dagana. Krakkarnir eru svo stolt af systur sinni, og aðstoða hana eins og þau best geta. Hér er ein að Emmu Dís þar sem að hún hjálpar systur sinni:)
Annars er allt gott að frétta af okkur, ég er að byrja í skólanum og það er meira en nóg að gera. Ólíver Dór er komin á það stig að heimsækja vini sína eftir skóla svo hann sést varla heima hjá sér. Óli Fjalar, Grímur og hann dunda sér saman á daginn og hafa það rosalega gaman. Við stelpurnar erum saman heima eftir skóla, þær eru farnar að geta leikið sér mikið saman, hreint frábært:)
Kv. Elísabet
Friday, January 16, 2009
Tvær fyndnar

Írena Dúa er loksins farin að reyna að ganga aftur. Reyndi um eins árs afmælið sitt, fannst greinilega hún vera fljótari með skriðið sitt (sem er "one of a kind"). Núna finnst henni hún vera ótrúlega flott á tveimur jafnfljótum:)

Andri og Sigríður Ása komu í mat í gær og Írena Dúa fékk að máta gleraugun hjá Andra (og reyndar Ólíver Dór líka). Fannst það bara fyndið og söng meira að segja eitthvern lagstúf þegar hún fékk gleraugu á nefið.
Reyndar allar líkur á því að hún hafi bara séð svona rosalega vel með þessum gleraugum, hún er nefnilega með lélegustu sjónina af krökkunum, eitthvað um +5-6. Mismunandi á vinstri og hægri:(
Þangað til síðar,
bless, bless.
Wednesday, January 14, 2009
Hei !!!
Nu tenker jeg at jeg skal pröve igjen:) En ny side (en gratis en), som skal ha noen bilder og selfölgelig blogg, av oss. Jeg har tenkt meg at skrive noe på norsk og noe på islandsk, det som jeg har lyst på den gangen:)
Klem Beta.

Hér er Emma Dís tilbúin að fara að búa til piparkökur með mömmu sinni og bróður/Emma venter på at lage pepperkaker með mor og store bror.

Írena Dúa sýnir tennurnar sínar / Irene viser fine tennene sine.

Hvem er sötest!!!
Hilsen:)