Friday, February 13, 2009
Sæl öll.
Berglindi systur fannst síðan eitthvað litlaus og fékk því að breyta henni. Takk fyrir það, Berglind. Alla þessa viku hefur einhver verið veikur á þessu heimili, hita og ælupest. Fyrst ældi Írena, svo varð Örvar veikur, þá ældi Írena aftur og Emma varð slöpp, en Örvari batnaði aðeins. Ég og Ólíver Dór erum búin að vera hress en svo veit maður ekki. Ég er búin að fá mig fullsadda af veikindum í bili!!
Við fórum í keilu um síðustu helgi þegar Hrafnhildur var hjá okkur. Þ.e. allir nema Örvar og Írena, þau voru á meistaramóti í staðinn. Set inn nokkrar myndir frá keilunni:)
Verð að segja að eins fyndið og það var, þá vann Emma Dís bæði Hrafnhildi og Ólíver Dór (reyndar með smá hjálp).
Írena Dúa er orðin þessi líka göngugarpur. Gengur um allt, það sem henni finnst flottast er að fá bakpoka og svo gengur hún fram og tilbaka:) Heilsar alltaf þegar hún kemur í sama herbergi og ég er í, kveður þegar hún fer (sem er u.þ.b. 3 sek seinna).
Kv. Elísabet
Saturday, February 7, 2009
Sæl.
Langt síðan að ég skrifaði síðast, eða setti inn myndir. Var búin að sjá fyrir mér að ég myndi setja oftar myndir inn hér því það væri svo auðvelt, einmitt.
En jæja, jæja....
Við Ólíver Dór kíktum á bráðavaktina í gærkvöldi. Það var hasarleikur í gangi inn í herbergi hjá systkinabörnunum og Ólíver Dór var upp á skiptiborðinu hennar Írenu Dúu. Fyrir þá sem ekki vita þá er það borð laust ofan á rimlarúminu og Ólíver Dór vel meðvitaður um að þessi staður er ekki leyfilegur í leikjum. Nema að hann er að vesenast uppá og skiptiborðið fellur undan honum og hann lendir með ennið á bríkinni á rúminu. Greyið, það varð hávaðagrátur, blóðið lak niður andlitið á honum og út um allt. Ég gat ekki annað en brunað beint með hann á bráðavaktina og eftir klst. bið þá var búið að sauma hann og við gátum farið heim.
Svona eftir á þá er kannski hægt að brosa að því hvað hann hélt að myndi ské; hann var þess fullviss um að hann myndi hreinlega deyja (þetta var svo sárt), og tónninn þegar hann spurði mig hvort hann væri að deyja var hreint ólýsandi!
En allt gekk þetta vel, hann fékk 5 spor og þegar við komum heim voru matargestirnir nýfarnir og stelpurnar að fara í háttinn.
Emma Dís fór í sundtíma í dag. Læt eina mynd fylgja með af henni að stinga sér. Við vorum svo heppnar að hafa Hrafnhildi systur sem gat komið með og tekið myndir.
Annars er það að frétta að Írena Dúa er búin að labba meira í dag en skríða, þ.e. hún labbar sjálfviljug án þess að ég hvetji eða segi henni að gera það. Fínasta afmælisgjöf það:)
Bið að heilsa, Elísabet
Monday, January 26, 2009
Sæl öll sömul.
Ég bara varð að sýna ykkur þessa. Írena Dúa er að stíga fyrstu skrefin sín þessa dagana. Krakkarnir eru svo stolt af systur sinni, og aðstoða hana eins og þau best geta. Hér er ein að Emmu Dís þar sem að hún hjálpar systur sinni:)
Annars er allt gott að frétta af okkur, ég er að byrja í skólanum og það er meira en nóg að gera. Ólíver Dór er komin á það stig að heimsækja vini sína eftir skóla svo hann sést varla heima hjá sér. Óli Fjalar, Grímur og hann dunda sér saman á daginn og hafa það rosalega gaman. Við stelpurnar erum saman heima eftir skóla, þær eru farnar að geta leikið sér mikið saman, hreint frábært:)
Kv. Elísabet
Friday, January 16, 2009
Tvær fyndnar
Írena Dúa er loksins farin að reyna að ganga aftur. Reyndi um eins árs afmælið sitt, fannst greinilega hún vera fljótari með skriðið sitt (sem er "one of a kind"). Núna finnst henni hún vera ótrúlega flott á tveimur jafnfljótum:)
Andri og Sigríður Ása komu í mat í gær og Írena Dúa fékk að máta gleraugun hjá Andra (og reyndar Ólíver Dór líka). Fannst það bara fyndið og söng meira að segja eitthvern lagstúf þegar hún fékk gleraugu á nefið.
Reyndar allar líkur á því að hún hafi bara séð svona rosalega vel með þessum gleraugum, hún er nefnilega með lélegustu sjónina af krökkunum, eitthvað um +5-6. Mismunandi á vinstri og hægri:(
Þangað til síðar,
bless, bless.
Wednesday, January 14, 2009
Hei !!!
Nu tenker jeg at jeg skal pröve igjen:) En ny side (en gratis en), som skal ha noen bilder og selfölgelig blogg, av oss. Jeg har tenkt meg at skrive noe på norsk og noe på islandsk, det som jeg har lyst på den gangen:)
Klem Beta.
Hér er Emma Dís tilbúin að fara að búa til piparkökur með mömmu sinni og bróður/Emma venter på at lage pepperkaker með mor og store bror.
Írena Dúa sýnir tennurnar sínar / Irene viser fine tennene sine.
Hvem er sötest!!!
Hilsen:)